top of page

VIÐTAL Í VERKÍS

Dagur 5

Áætlunin varð fyrir breytingu og við fórum í Verkís í dag til Þess að taka viðtal við Kristján Þ. Hálfdánarson. Það kom upp smá vandamál varðandi upptöku á viðtalinu og eftir það uppgötvuðum við að það vantaði hljóðið á upptökuna... Merkilegt er að segja frá því að við hittum Verkís gæsina agressívu en sem betur fer fór það vel.

Eftir viðtalið fórum við í Kringluna og fengum okkur að borða og næst upp í skóla. Þar héldum við lítinn fund með Kjartani náttúrufræðikennara og ræddum hugmyndina okkar og framsetninguna. Planið fyrir morgundaginn er að fara upp í Breiðholtslaug í skoðunarferð, taka myndir og fá að kíkja í kjallarann undir sundlauginni. #verkisgæsin #hjordisgerirmistok #brjotumstandinn


LÆRDÓMSRÁÐ OKKAR

#1 

Vinna vel, vera metnaðarfullur og vanda sig.

 

#2

Taka reglulegar lærdómspásur (þó ekki of langar).

 

#3

Borða, borða og borða (og drekka vatn).

bottom of page