top of page

BREIÐHOLTSLAUG

  • Sóley Saki
  • May 19, 2016
  • 1 min read

Dagur 6

Í dag ákváðum við að skella okkur upp í Breiðholtslaug og skoða kerfið sem er undir sundlauginni. Bára varð eftir í skólanum til þess að vinna áfram í Prezi - kynningunni og heimasíðunni (reyndar líka vegna þess að henni var ekki vel við að fara ofan í kjallarann). Það var tekið vel á móti okkur í Breiðholtslauginni og við fengum að sjá ýmislegt af því sem verkfræðingurinn, Kristján sagði okkur frá í gær. Þegar við komum upp í skóla ákváðum við að halda áfram með plakatið okkar og Magdalena byrjaði að þýða heimasíðuna. Planið fyrir morgundaginn er að halda áfram með Prezi-kynninguna og plakatið. Vinna dagsins stóðst áætlun og við unnum vel.


 
 
 

Comments


LÆRDÓMSRÁÐ OKKAR

#1 

Vinna vel, vera metnaðarfullur og vanda sig.

 

#2

Taka reglulegar lærdómspásur (þó ekki of langar).

 

#3

Borða, borða og borða (og drekka vatn).

© 2016 by Bára, Hjördís, Sóley og Magdalena created with Wix.com

bottom of page